tiistaina, syyskuuta 14, 2004 |
|
Mér hefur ekki fundist svona gaman í skólanum síðan einhverntíma fyrir löngu síðan... nei, það er ekki rétt, mér hefur aldrei fundist svona gaman í skólanum. Loksins sé ég einhvern tilgang með skólagöngu minni fram að þessu, mér fannst hann nefnilega oftar en ekki vera enginn. Þessum fimmtán árum virðist ekki hafa verið fullkomlega kastað á glæ. Góðir dagar. Og mikill lestur, sem er gaman.
Það er samt líka gaman að heimsækja MH, einsog ég gerði í dag.
|
Erla Elíasdóttir @ 6:45 ip.  |
|
|